Betkastið
Betkastið er fyrir alla þá sem finnst gaman að spá í spilin um úrslit íþrótta eða annarra viðburða sem eru til umræðu í samfélaginu hverju sinni. Hlaðvarpið svalar forvitni þeirra sem vilja vita hvernig möguleg úrslit gætu litið út óháð því hvort fólk stundi veðmál eða ekki. Í hlaðvarpinu er rætt við sérfræðinga í hverju fagi fyrir sig á léttu nótunum. Lögð er áhersla á að hver skoðun og spá hefur rétt á sér og er tilgangurinn að skapa umræður og vekja fólk til gagnrýnnar hugsunar. Betkastið styður ábyrga spilahegðun!
Episodes

Monday Jul 22, 2024
Monday Jul 22, 2024
Nadía Atla og Gugga í Gúmmíbát gerðu upp Love Island ferðalagið so far og spáðu fyrir um úrslitin!
Styrktaraðilar þáttarins eru:
lengjan.is 💰
snilldarvorur.is 🎯
treslocos.is 🌮
Pítubarinn 😋
tvolif.is🤰🏻

Monday Jul 15, 2024
Monday Jul 15, 2024
Daníel Ólason hefur rannsakað spilafíkn í um 20 ár! Mikið af ranghugmyndum og áhugaverðum staðreyndum eru uppljóstraðar í þættinum. Ásamt því að vitna í rannsóknir. Hvernig eru peningaspil, spilakassar og veðmálasíður reknar á Íslandi? Á Ísland að taka upp spilakort eins og frændur okkar í Skandinavíu? Stundum ábyrga spilahegðun og notum okkur fræðslumola þátttarins.
Styrktaraðilar þáttarins eru:
lengjan.is 💰
snilldarvorur.is 🎯
treslocos.is 🌮
Pítubarinn 😋
tvolif.is🤰🏻

Wednesday Jul 03, 2024
Wednesday Jul 03, 2024
Landsliðsmaðurinn Gummi Tóta mætti í Hitaklefann ásamt Eyþóri Wöhler sem snéri aftur! Gummi fór yfir ferilinn og hvað er framundan. Rýnt var í 16.liða úrslit og spáð fyrir um 8.liða úrslit EM

Thursday Jun 27, 2024
Thursday Jun 27, 2024
Gemil mætti í settið og fór að sjálfsögðu um víðan völl! Þróun Gemils alveg frá því í Verzló! Hvenær byrjaði hann að fá þetta lazer focus vision? Fer Gemil í fangelsi? Hvað gera sterar við þig? Og margt fleira. Síðast en ekki síst var rýnt í umferð 3 í riðlakeppninni og skoðað hvernig 16 liða úrslitin liggja fyrir.

Saturday Jun 22, 2024
Saturday Jun 22, 2024
Bræðurnir úr Lyngby mættu og rýndu í leikinna í umferð 2 úr riðlakeppni EM og spáðu fyrir um umferð 3. Hvernig er lífið hjá Lyngby og hvert er stefnan sett? Landsliðumræða og hversu góður er Freyr Alexandersson?

Wednesday Jun 19, 2024
Wednesday Jun 19, 2024
Sóli Hólm og Hjálmar Örn fóru yfir komandi leiki í umferð 2 á EM. Þeir félagar fengu flóð af spurningum bæði almennar og kepptu svo í EM spurningakeppni. Hverjir eru myndarlegustu men EM? Hverjir eru nettustu þjálfarar EM?

Tuesday Jun 18, 2024
Tuesday Jun 18, 2024
Sparkspekingurinn Tómas Þór mætti í settið og fór yfir leiki 1.umferðar á EM! Tómas stjórnar umföllun um enska boltann á Símanum sport og sagði okkur hetjusögur þaðan! Farið var lauflétt í Bestu deildinna, Copa America og tippað á umferð 2 á EM!

Monday Jun 10, 2024
Monday Jun 10, 2024
Bræðurnir Eyþór Wöhler leikmaður KR og Kári Sigfússon leikmaður Keflavíkur mættu í settið og fóru yfir riðla, landsliðshópa, leikmenn og þjálfara sem landsliðin munu tefla fram á Evrópumótinu sem fer byrjar 14.júní. EM-hornið - Þáttur 1/8

Monday Jun 03, 2024
Monday Jun 03, 2024
Persónuleg reynslusaga um spilafíkn. Ég mæli svo innilega með því að allir þeir sem stunda veðmál af einhverju tagi hlusti á þennan þátt!

Friday May 24, 2024
Friday May 24, 2024
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi sat fyrir svörum í dag! Þátturinn er tvískiptur. Í fyrri hálfleik var hann setur í hitaklefa með erfiðum almennum spurningum. Í seinni hálfleik fórum við í vitleysuna og spurðum Arnar hverju hann myndi vilji breyta við íþróttahreyfingu á Íslandi. Ætlar Arnar að fara í breytingar með KSÍ og reisa nýjan þjóðarleikvang?