Betkastið

Betkastið er fyrir alla þá sem finnst gaman að spá í spilin um úrslit íþrótta eða annarra viðburða sem eru til umræðu í samfélaginu hverju sinni. Hlaðvarpið svalar forvitni þeirra sem vilja vita hvernig möguleg úrslit gætu litið út óháð því hvort fólk stundi veðmál eða ekki. Í hlaðvarpinu er rætt við sérfræðinga í hverju fagi fyrir sig á léttu nótunum. Lögð er áhersla á að hver skoðun og spá hefur rétt á sér og er tilgangurinn að skapa umræður og vekja fólk til gagnrýnnar hugsunar. Betkastið styður ábyrga spilahegðun!

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser
  • BoomPlay

Episodes

Monday May 20, 2024


Götustrákar mættu og fóru yfir tímabilið í enska boltanum. Töluðu um hverjir væru líklegastir í forsetastólinn og gáfu reynslusögur úr veðmálaheimum. Alexander fór einnig yfir reglur og tips þegar kemur að því að leggja undir.

Besta deild kvenna

Monday May 13, 2024

Monday May 13, 2024

Sett var upp spá fyrir Bestu deild kvenna! Rætt var fyrir um næstu leiki deildarinnar og íslenska kvennalandsliðið. Síðast en ekki síst var rýnt í hver ætti að hreppa forsetaembættið.

Lengjudeildin

Monday May 06, 2024

Monday May 06, 2024

Bestu deildar leikmennirnir Albert Hafsteins, Wöhlerinn og Alex Freyr mættu í settið og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni! Strákarnir spáðu svo fyrir um sigurvegara enska boltans og meistaradeildarinnar!

Tuesday Apr 30, 2024

Rætt var um líkurnar á hverjum frambjóðenda til að hreppa forsetaembættið. Strákarnir í settinu vissu þó nokkuð mikið um framboðin og hægt er að læra helling að hlusta á þá blaðra!

Tuesday Apr 23, 2024

Baddi Borgars þjálfari FC Árbæjar, Kiddi Hjartars þjálfari KÁ og Eysteinn Þorri leikmaður Augnabliks mættu í settið og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í neðri deildum. Alvöru sérfræðingar sem þekkja neðri deildirnar eins og handabakið á sér. Liðum var raðað í sæti í 2.deild og 3.deild og farið var létt yfir 4. og 5.deild.

Wednesday Apr 17, 2024

Matti Sig og Jón Eðvald mættu í settið og grenjuðu úr hlátri allan tímann. Þeir ræddu við Alexander um úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfuboltanum ásamt því að spá fyrir um hver endar sem sigurvegari í NBA. Þátturinn endar svo í spjalli um enska boltann og meistaradeildina.

Monday Apr 15, 2024

Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason mættu í settið og spáðu í spilin fyrir úrslitakeppni Olís deildarinnar ásamt því að segja okkur frá huggulegustu mönnum deildarinnar! Ásamt því að ræða strákanna okkar í landsliðinu. Hver staðan væri á ensku deildinni og margt fleira. Þvílíka vitleysan!

Thursday Apr 11, 2024

Masters byrjar í dag! Fáðu alvöru innsýn inn í mótið. Alexander veit ekkert um golf og gerir lítið úr kunnáttu sinni en Siggi og Ollie komu í settið og skóluðu hann til.

Friday Apr 05, 2024

Hvernig fer Besta deildin 2024? Liverpool spáð sigri í ensku og margt fleira þegar Snjallbert og Baldur Sig kíktu í settið!

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125