Betkastið - Hverjar eru líkurnar?

Betkastið er fyrir alla þá sem finnst gaman að spá í spilin um úrslit íþrótta eða annarra viðburða sem eru til umræðu í samfélaginu hverju sinni. Hlaðvarpið svalar forvitni þeirra sem vilja vita hvernig möguleg úrslit gætu litið út óháð því hvort fólk stundi veðmál eða ekki. Í hlaðvarpinu er rætt við sérfræðinga í hverju fagi fyrir sig á léttu nótunum. Lögð er áhersla á að hver skoðun og spá hefur rétt á sér og er tilgangurinn að skapa umræður og vekja fólk til gagnrýnnar hugsunar. Betkastið styður ábyrga spilahegðun!

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio
  • PlayerFM
  • Podchaser
  • BoomPlay

Episodes

Tuesday Apr 23, 2024

Baddi Borgars þjálfari FC Árbæjar, Kiddi Hjartars þjálfari KÁ og Eysteinn Þorri leikmaður Augnabliks mættu í settið og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í neðri deildum. Alvöru sérfræðingar sem þekkja neðri deildirnar eins og handabakið á sér. Liðum var raðað í sæti í 2.deild og 3.deild og farið var létt yfir 4. og 5.deild.

Wednesday Apr 17, 2024

Matti Sig og Jón Eðvald mættu í settið og grenjuðu úr hlátri allan tímann. Þeir ræddu við Alexander um úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfuboltanum ásamt því að spá fyrir um hver endar sem sigurvegari í NBA. Þátturinn endar svo í spjalli um enska boltann og meistaradeildina.

Monday Apr 15, 2024

Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason mættu í settið og spáðu í spilin fyrir úrslitakeppni Olís deildarinnar ásamt því að segja okkur frá huggulegustu mönnum deildarinnar! Ásamt því að ræða strákanna okkar í landsliðinu. Hver staðan væri á ensku deildinni og margt fleira. Þvílíka vitleysan!

Thursday Apr 11, 2024

Masters byrjar í dag! Fáðu alvöru innsýn inn í mótið. Alexander veit ekkert um golf og gerir lítið úr kunnáttu sinni en Siggi og Ollie komu í settið og skóluðu hann til.

Friday Apr 05, 2024

Hvernig fer Besta deildin 2024? Liverpool spáð sigri í ensku og margt fleira þegar Snjallbert og Baldur Sig kíktu í settið!

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125